
Hver erum við?
Vetur Music er nýr útgefandi og dreifingaraðili á íslenskum markaði. Vetur var stofnað árið 2024 til að fylla upp í ákveðið skarð í íslenska tónlistarbransanum. Við viljum hugsa leikinn upp á nýtt, út frá sjónarhorni listamanna, ekki stórfyrirtækjum.
Arent er einn af stofnendum fyrirtækisins og sér bæði um daglegan rekstur og vöruþróun. Arent er með gráðu lögfræði og hefur reynslu úr viðburða- og tónlistariðnaðinum.
Skarpi er annar af stofnendum fyrirtækisins og sér um listamenn, bókanir, viðburði og annað tengt rekstri. Skarpi er með gráðu í lögfræði, aðra í viðburðastjórnun og er að stunda meistaranám í viðskiptum, auk víðtækrar reynslu úr viðburðageiranum.
Listræn stjórnun
Alexandra hefur frá upphafi mótað ímynd Vetur og heldur utan um allt sem snýr að vörumerkinu. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2024.
Daníel er verkefnastjórinn okkar og sér um innleiðingu og samskipti við listamenn sem og samfélagsmiðla. Hann er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu úr viðburðastjórnun og framleiðslu.
Talaðu við okkur!
Sendu okkur skilaboð